„Spenntur að spila á móti svona stórum gæjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 21:47 Hákon Arnar Haraldsson mætti á blaðamannafund daginn fyrir leik, fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. Getty/ Alan Harvey Hákon Arnar Haraldsson kemur endurnærður til móts við íslenska landsliðið í fótbolta eftir frí á Krít og heimsókn heim á Akranes. Hann er spenntur fyrir leik á móti Skotum annað kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira
„Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Sjá meira