Lamine Yamal segir leikinn geta ráðið úrslitum í baráttunni um Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:01 Lamine Yamal með spænska meistarabikarinn sem hann vann með Barcelona á dögunum. Getty/ Florencia Tan Jun Hinn sautján ára gamli Lamine Yamal er óhræddur að setja aðeins meira á vogarskálarnar fyrir undanúrslitaleik Spánverjar og Frakka í Þjóðadeildinni í vikunni. Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal. Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal.
Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira