Lamine Yamal segir leikinn geta ráðið úrslitum í baráttunni um Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:01 Lamine Yamal með spænska meistarabikarinn sem hann vann með Barcelona á dögunum. Getty/ Florencia Tan Jun Hinn sautján ára gamli Lamine Yamal er óhræddur að setja aðeins meira á vogarskálarnar fyrir undanúrslitaleik Spánverjar og Frakka í Þjóðadeildinni í vikunni. Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal. Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Táningurinn segir að þessi leikur gæti ekki aðeins skilað landsliðinu sæti í úrslitaleiknum heldur gætu úrslitin einnig ráðið miklu í baráttunni um Gullknöttinn. Ousmane Dembélé leikur með franska landsliðinu en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint Germain um síðustu helgi og var kosin besti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Flestir eru á því að Dembélé og Yamal séu líklegastir til að fá Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2025. „Hvernig ætlar þú að kjósa? Besta leikmann tímabilsins eða þann sem vinnur leikinn á fimmtudaginn?,“ spurði Lamine Yamal til baka í viðtali við Cope þegar hann var spurður út í mögulegt einvígi hans og Dembélé um Gullknöttinn. „Að mínu mati ætti það að vera besti leikmaðurinn á öllu tímabilinu en allir sjá þetta með sínum augum. Ég er sannfærður um að við vinnum á fimmtudaginn en hvort sem við vinnum eða ekki þá myndi ég kjósa besta leikmanninn á öllu tímabilinu,“ sagði Yamal. „Ef leikurinn á fimmtudaginn fer ekki eins og ég eða Dembélé vonumst til, hvern ætlar þú þá að kjósa? Þann sem er að spila í úrslitaleiknum á sunnudaginn? Þetta ætti að vera spurning um allt tímabilið en ef fólk vill setja allt undir á fimmtudaginn, þá er ég klár í slaginn,“ sagði Yamal. Yamal hefur skorað átján mörk og lagt upp 25 til viðbótar í 55 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu. Barcelona vann þrjá titla á tímabilinu. Yamal segir Gullknöttinn ekki vera efstan á óskalistanum sinum heldur hafi hann sett stefnuna að vinna Meistaradeildina með Barcelona og heimsmeistaratitilinn með Spáni á árinu 2026. „Ég er ekki að hugsa um Gullknöttinn eða hvort ég vinn hann eða vinn hann ekki. Ég held að það endi bara illa þegar þér finnst þú þurfa að vinna Gullknöttinn eða að þú verðir að vinna hann. Þetta á að snúast um að spila leikinn og vinna leiki. Takist það þá fylgir hitt bara í kjölfarið. Ef ég vinn Meistaradeildina eða heimsmeistaramótið á næsta ári með liðunum mínum þá kemur hitt,“ sagði Yamal.
Spænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira