Mátti eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa 6. júní 2025 08:01 Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna RAX Loðnuskipið Baldvin Þorsteinsson var á leið í land með með fullfermi í mars árið 2004 þegar net flæktist í skrúfu skipsins. Það var háflóð og stórstreymt þennan dag og skipið rak upp í Skarðsfjöru þar sem það strandaði. Við tóku miklar björgunaraðgerðir og var áhöfn skipsins komið í land með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom áhöfn Baldvins Þorsteinssonar til bjargarRAX Þyrla varnarliðsins mætti einnig á strandstað til þess að ferja toglínu út í norskan dráttarbát sem freistaði þess að koma skipinu á flot. Það var ekki hættulaust að festa línuna neðan í þyrluna því það þurfti að festa hana með höndunum og vera á milli rúllunnar með línunni og þyrlunnar. Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna.RAX „Þyrluflugmaðurinn má eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann þarna undir“ Þannig lýsir RAX aðstæðum en hann fór nokkrar ferðir til að mynda björgunina. Hafa þurfti hraðar hendur við björgun skipsins því að sandurinn á suðurströnd Íslands hefur gleypt fjölmörg skip sem hafa strandað á honum í gegnum tíðina. Þau eru þónokkur skipin sem hafa sokkið í sandinn á suðuströnd ÍslandsRAX Söguna af björgunarafrekinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX Augnablik - Baldvin Þorsteinsson strandar Leitin að gullskipinu Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur RAX fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Víkartindur strandar Árið 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur austan við Þjórsá. Skipið fór á hliðina og farmur skipsins var á víð og dreif um ströndina. Klippa: RAX Augnablik - Víkartindur strandar Hafrún strandar Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Klippa: RAX augnablik - Hafrún strandar Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. RAX flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd RAX Loðnuveiðar Landhelgisgæslan Ljósmyndun Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Við tóku miklar björgunaraðgerðir og var áhöfn skipsins komið í land með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom áhöfn Baldvins Þorsteinssonar til bjargarRAX Þyrla varnarliðsins mætti einnig á strandstað til þess að ferja toglínu út í norskan dráttarbát sem freistaði þess að koma skipinu á flot. Það var ekki hættulaust að festa línuna neðan í þyrluna því það þurfti að festa hana með höndunum og vera á milli rúllunnar með línunni og þyrlunnar. Kristján Vilhelmsson festi línuna í varnarliðsþyrluna.RAX „Þyrluflugmaðurinn má eiginlega ekki hósta því þá myndi hann kremja hann þarna undir“ Þannig lýsir RAX aðstæðum en hann fór nokkrar ferðir til að mynda björgunina. Hafa þurfti hraðar hendur við björgun skipsins því að sandurinn á suðurströnd Íslands hefur gleypt fjölmörg skip sem hafa strandað á honum í gegnum tíðina. Þau eru þónokkur skipin sem hafa sokkið í sandinn á suðuströnd ÍslandsRAX Söguna af björgunarafrekinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX Augnablik - Baldvin Þorsteinsson strandar Leitin að gullskipinu Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur RAX fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Víkartindur strandar Árið 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur austan við Þjórsá. Skipið fór á hliðina og farmur skipsins var á víð og dreif um ströndina. Klippa: RAX Augnablik - Víkartindur strandar Hafrún strandar Í mars árið 1983 strandaði skipið Hafrún við Stigahlíð á Vestfjörðum. RAX fékk að fara með Landhelgisgæslunni að bjarga skipverjunum en hann fékk að sitja í franskri Puma þyrlu sem verið var að kynna fyrir gæslumönnum. Klippa: RAX augnablik - Hafrún strandar Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. RAX flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd
RAX Loðnuveiðar Landhelgisgæslan Ljósmyndun Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira