KR-ingar alveg týndir: „Bara eins og þegar ég er einn heima“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 11:32 Varnarmenn KR hrifu Stúkumenn ekki í gær. Stöð 2 Sport „Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert Brynjar Ingason um varnarmenn KR í 4-2 tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöld, í Bestu deild karla í fótbolta. Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira