Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 16:38 Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í framlengingu en tók ekki vítaspyrnu. Michael Campanella/Getty Images BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum. Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum.
Sænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira