Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 12:30 Jonathan Tah er farinn frá Leverkusen, líkt og fleiri sem voru hluti af sögulegum árangri á síðasta tímabili. Lars Baron/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa gengið frá samningi við miðvörðinn Jonathan Tah, sem kemur frítt til félagsins frá Bayer Leverkusen. Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Tah var hluti af liði Leverkusen sem náði sögulegum árangri á síðasta tímabili og var sterklega orðaður við sölu til Munchen í fyrra, en það gekk ekki eftir. Hann var orðaður við fjölda annarra stórliða í Evrópu en leið hans virtist alltaf liggja til Munchen. Nú hefur verið gengið frá samningi og Tah mun klæðast treyju númer fjögur næstu fjögur árin hjá Bayern. Welcome to the 𝗙𝗖 𝗕𝗔𝗬𝗘𝗥𝗡 𝗙𝗔𝗠𝗜𝗟𝗬, Jona! ❤️🤍#ServusJona #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/elovp5Kj9m— FC Bayern München (@FCBayern) May 29, 2025 Sögulegt lið að sundrast Bayern varð í vor Þýskalandsmeistari, í tólfta sinn á þrettán árum, eftir að Leverkusen tók af þeim titilinn í fyrra. Tímabilið var sögulegt þar sem Leverkusen varð fyrsta liðið til að fara ósigrað í gegnum deildina. Eftir það tímabil tókst Leverkusen að halda þjálfaranum, Xabi Alonso, og lykilleikmönnum á borð við Jonathan Tah, Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Alejandro Grimaldo, Granit Xhaka og Victor Boniface. Nú er þetta sögulega lið hins vegar að sundrast. Xabi Alonso er tekinn við þjálfarastörfum hjá Real Madrid. Jonathan Tah er farinn til Bayern. Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru á förum og hafa verið orðaðir sterklega við Englandsmeistara Liverpool. Alejandro Grimaldo er sagður á leið heim til Spánar. Granit Xhaka er að snúa heim til FC Basel í Sviss. Victor Boniface virðist vera á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Lítið verður því eftir af meistaraliðinu þegar nýi þjálfarinn, Erik Ten Hag, tekur við störfum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45 Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17 Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 20. maí 2025 16:45
Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid „Þetta er byrjunin á næsta kafla í sögu félagsins,“ sagði Xabi Alonso á blaðamannafundi félagsins sem haldinn á æfingasvæði Real Madrid, Valdebebas, í dag. 26. maí 2025 20:17
Ten Hag tekinn við af Alonso Hollendingurinn Erik ten Hag, sem rekinn var frá Manchester United í vetur, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leverkusen. 26. maí 2025 09:15