Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2025 21:48 Katie McCabe kann að skemmta sér. Harry Murphy/Getty Images Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins. Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira