Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir. Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“ Box Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“
Box Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira