Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 17:02 Mary Earps verður ekki með Englandi á EM í sumar. Fran Santiago - The FA/The FA via Getty Images Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar. Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps) Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps)
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira