Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2025 08:00 Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun