Lífið

Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
FotoddJet

Stemningin var engu lík í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar XXX Rottweilerhundar héldu 25 ára afmælistónleika sína annað árið í röð. Húsið nötraði þegar þessi goðsagnakennda sveit steig á svið ásamt einvalaliði íslenskra tónlistarmanna.

Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar samnefnd platan „Rottweiler“ kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem umbreytti íslensku rappsenunni og ruddi veginn fyrir fjölmarga listamenn sem fylgdu í kjölfarið.

Tónleikarnir voru sannkölluð veisla þar sem sveitin flutti þekktustu lögin sín ásamt stórkostlegum gestalistamönnum. Þar á meðal voru Flóni, JóiPé og Króli, Gugusar, Emmsjé Gauti, Birgir Hákon, Emmsjé Gauti, Skytturnar, Izleifur, Pálmi Gunnarsson, GDRN, Valdimar, Svala Björgvins, Skólahljómsveit Kópavogs og kvennakórinn Senjóríturnar.

Ljósmyndarinn Viktor Freyr var á staðnum fangaði stemninguna.

Sveppi og Bassi.Vísir/Viktor Freyr
Matthildur og Ágúst Bent.Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Erpur og Pálmi Gunnarsson fluttu Þorparinn.Vísir/Viktor Freyr
Raunveruleikastjarnan Bassi tók lagið.Vísir/Viktor Freyr
Rapparinn Izleifur.Vísir/Viktor Freyr
Emmsjé Gauti kann að rífa upp stemninguna.Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Tónlistarkonan Gugusar.Vísir/Viktor Freyr
Tónlistarkonan GDRN glæsileg að vanda.Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.