Fótbolti

Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin De Bruyne lék sinn síðasta leik fyrir Manchester City á Etihad í síðustu viku.
Kevin De Bruyne lék sinn síðasta leik fyrir Manchester City á Etihad í síðustu viku. getty/Visionhaus

Þótt Kevin De Bruyne sé á förum frá Manchester City verður hann væntanlega áfram í ljósbláum búningi því flest bendir til þess að hann sé á förum til nýkrýndra Ítalíumeistara Napoli.

De Bruyne leikur sinn síðasta leik fyrir City þegar liðið sækir Fulham heim í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Samningur hans við City var ekki endurnýjaður.

Ekki vantar áhugann á kröftum De Bruynes en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þykir líklegast að hann semji við Napoli. Á föstudaginn varð liðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum og í fjórða sinn alls.

Hjá Napoli mun De Bruyne hitta fyrir félaga sinn úr belgíska landsliðinu, Romelu Lukaku.

Talið er líklegt að De Bruyne, sem er 33 ára, skrifi undir þriggja ára samning við Napoli á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×