Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 21:46 Daði Berg skoraði tvö mörk í dag og var mjög góður í seinni hálfleik. vísir / anton brink Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira