Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2025 19:15 Gunnar Karl Vignisson stefnir hátt í akstursíþróttum, ekki aðeins í hermiakstri. Vísir/VPE Stafræn aksturskeppni Formúlu 4 hefst í kvöld þar sem bestu ökuþórar landsins í aksturshermum leiða saman hesta sína. Landsliðsmaður í hermiakstri vill auka tengingu við raunverulegan akstur og stefnir sjálfur langt. Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam
Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira