Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2025 19:15 Gunnar Karl Vignisson stefnir hátt í akstursíþróttum, ekki aðeins í hermiakstri. Vísir/VPE Stafræn aksturskeppni Formúlu 4 hefst í kvöld þar sem bestu ökuþórar landsins í aksturshermum leiða saman hesta sína. Landsliðsmaður í hermiakstri vill auka tengingu við raunverulegan akstur og stefnir sjálfur langt. Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Orðið erfitt að líta fram hjá bölvun úrslitaleiks Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam
Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Orðið erfitt að líta fram hjá bölvun úrslitaleiks Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira