Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir, Ole Sandberg, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Rebecca Thompson, Skúli Skúlason og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2025 11:31 Hvað er líffræðileg fjölbreytni? Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, þann 22. maí. En hvað er líffræðileg fjölbreytni? Er einhver munur á líffræðilegri fjölbreytni, lífbreytileika eða líffjölbreytni? Nei, þetta eru allt orð yfir sama hugtakið sem á ensku er biological diversity eða einfaldlega biodiversity. Hugtakið nær ekki einungis yfir allar tegundir lífvera í heiminum heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika í og milli vistkerfa. Það er því ekki bara mikilvægt að bjarga einstaka tegundum úr útrýmingarhættu heldur þarf einnig að hlúa að mismunandi stofnum lífvera og vistkerfunum sjálfum. Það er árangursríkast að bjarga tegundum og stofnum með því að vernda búsvæði þeirra. Á Íslandi eru kannski ekki margar tegundir miðað við nágrannalöndin en sérstakar aðstæður hafa skapað hér tækifæri til hraðrar þróunar fjölbreytni innan tegunda og myndunar nýrra tegunda. Þannig hefur fundist mikill breytileiki hjá bleikjum, hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að ráðast í frekari rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi því ógnirnar eru margar og náttúra Íslands sannarlega þess virði að vernda og nýta af skynsemi. Biodice og Kunming-Montréal samkomulagið Samstarfsvettvangurinn Biodice var stofnaður árið 2020 en þar koma saman rannsókna- og þjónustustofnanir, háskólar, sérfræðingar, áhugafólk, samtök og fyrirtæki sem vilja stuðla að aðgerðum og vitundarvakningu um líffræðilega fjölbreytni. Í fyrra vann Biodice að ýmsum verkefnum, bæði innlendum og norrænum, í tengslum við innleiðingu á Kunming-Montréal samkomulagi Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni(Global Biodiversity Framework –GBF). Í þessu samkomulagi skuldbinda þjóðir heims sig til að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað, með sjálfbæra nýtingu og jafnrétti að leiðarljósi. Þetta samkomulag er að mörgu leyti sambærilegt Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda VerkefniðLíffræðileg fjölbreytni Norðurlanda fólst í rannsókn á stöðu og aðferðum Íslands, Danmerkur og Finnlands við innleiðingu á GBF. Með því að bera saman þekkingu, rannsóknir og stefnur þvert á norrænu ríkin geta þjóðirnar lært hver af annarri og starfað saman sem gagnast þeim öllum í þessari vinnu. Þrjár vinnustofur voru haldnar, ein í hverju landi, og þar komu í ljós mismunandi áskoranir. Fyrsta vinnustofa verkefnisins var haldin hérlendis 23. apríl 2024. Komu þar saman fulltrúar úr íslenskri stjórnsýslu til að greina og ræða í víðu samhengi málefni líffræðilegrar fjölbreytni eins og hún birtist í verkefnum hins opinbera. Í hópavinnunni kom fram að líffræðileg fjölbreytni fær takmarkaða athygli í stjórnsýslunni, nema þar sem sérfræðingar í lífvísindum starfa. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi samráðs við hagaðila, betra samstarf milli stofnana og samþættingu líffræðilegrar fjölbreytni í alla stjórnsýslu. Einnig var bent á þörf fyrir að tryggja að loftslags- og skipulagsmál styðji við líffræðilega fjölbreytni og að fræðsla og aðgengi að upplýsingum skipta lykilmáli. Lagt var til að setja líffræðilega fjölbreytni í forgang, tryggja fjármagn og stofna fagráð um líffræðilega fjölbreytni til að efla samræmda stefnumótun og alþjóðlega samvinnu. Líffræðileg fjölbreytni hefur almennt ekki verið nægilega samþætt í íslensk lög og stefnur. Innleiðing markmiða GBF er takmörkuð, og ljóst er að Ísland er langt frá því að ná þeim. Greinargerð um þessa vinnustofuer formlega gefin út í dag, á degi líffræðilegrar fjölbreytni ásamt nýju merki Biodice. Tvær vel sóttar vinnustofur voru haldnar í Finnlandi og Danmörku. Helstu niðurstöður verkefnisins í heild eru þær að þrátt fyrir að Ísland, Finnland og Danmörk séu ólík að mörgu leyti, t.d. hvað varðar náttúrufar og aðild að Evrópusambandinu, standa þau öll frammi fyrir svipuðum áskorunum þegar kemur að vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Sameiginlegar áskoranir eru meðal annars togstreita milli náttúruverndar og atvinnu-/öryggishagsmuna, takmarkaður skilningur á lykilhugtökum og ófullnægjandi stefnur og fjármögnun. Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti og vaxandi vitund um málefnið, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. Lokaskýrsla um verkefnið verður gefin út af Norrænu ráðherranefndinni í júní n.k. og niðurstöður þess munu vonandi nýtast stjórnvöldum á öllum Norðurlöndunum við innleiðingu Kunming-Montréal samkomulagsins. Skilaboð til íslenskra stjórnvalda Nú þegar Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur, er kjörið tækifæri til að staldra við og spyrja: Hvert stefnir Ísland? Það er ljóst að vilji og vakning eru til staðar – en til að umbreyta orðum í aðgerðir þarf skýra forgangsröðun, fjárfestingu og stefnu. Stýrihópur umhverfis -, orku- og loftslagsráðuneytisins um gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni vinnur nú að gerð hvítbókar um líffræðilega fjölbreytni. Þá steig umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mikilvægt skref nýlega með staðfestingu aðildar Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services). IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfaþjónustu. Verkefnin framundan krefjast þverpólitísks vilja, samstarfs og þekkingar. Við þurfum að standa vörð um íslenska náttúru og uppfylla markmið GBF sáttmálans og annarra alþjóðlegra skuldbindinga. Líffræðileg fjölbreytni er ekki aukaatriði – hún er grunnur lífsins sjálfs. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa hjá Náttúruminjasafni Íslands við verkefni Biodice Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað er líffræðileg fjölbreytni? Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, þann 22. maí. En hvað er líffræðileg fjölbreytni? Er einhver munur á líffræðilegri fjölbreytni, lífbreytileika eða líffjölbreytni? Nei, þetta eru allt orð yfir sama hugtakið sem á ensku er biological diversity eða einfaldlega biodiversity. Hugtakið nær ekki einungis yfir allar tegundir lífvera í heiminum heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika í og milli vistkerfa. Það er því ekki bara mikilvægt að bjarga einstaka tegundum úr útrýmingarhættu heldur þarf einnig að hlúa að mismunandi stofnum lífvera og vistkerfunum sjálfum. Það er árangursríkast að bjarga tegundum og stofnum með því að vernda búsvæði þeirra. Á Íslandi eru kannski ekki margar tegundir miðað við nágrannalöndin en sérstakar aðstæður hafa skapað hér tækifæri til hraðrar þróunar fjölbreytni innan tegunda og myndunar nýrra tegunda. Þannig hefur fundist mikill breytileiki hjá bleikjum, hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að ráðast í frekari rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi því ógnirnar eru margar og náttúra Íslands sannarlega þess virði að vernda og nýta af skynsemi. Biodice og Kunming-Montréal samkomulagið Samstarfsvettvangurinn Biodice var stofnaður árið 2020 en þar koma saman rannsókna- og þjónustustofnanir, háskólar, sérfræðingar, áhugafólk, samtök og fyrirtæki sem vilja stuðla að aðgerðum og vitundarvakningu um líffræðilega fjölbreytni. Í fyrra vann Biodice að ýmsum verkefnum, bæði innlendum og norrænum, í tengslum við innleiðingu á Kunming-Montréal samkomulagi Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni(Global Biodiversity Framework –GBF). Í þessu samkomulagi skuldbinda þjóðir heims sig til að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað, með sjálfbæra nýtingu og jafnrétti að leiðarljósi. Þetta samkomulag er að mörgu leyti sambærilegt Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda VerkefniðLíffræðileg fjölbreytni Norðurlanda fólst í rannsókn á stöðu og aðferðum Íslands, Danmerkur og Finnlands við innleiðingu á GBF. Með því að bera saman þekkingu, rannsóknir og stefnur þvert á norrænu ríkin geta þjóðirnar lært hver af annarri og starfað saman sem gagnast þeim öllum í þessari vinnu. Þrjár vinnustofur voru haldnar, ein í hverju landi, og þar komu í ljós mismunandi áskoranir. Fyrsta vinnustofa verkefnisins var haldin hérlendis 23. apríl 2024. Komu þar saman fulltrúar úr íslenskri stjórnsýslu til að greina og ræða í víðu samhengi málefni líffræðilegrar fjölbreytni eins og hún birtist í verkefnum hins opinbera. Í hópavinnunni kom fram að líffræðileg fjölbreytni fær takmarkaða athygli í stjórnsýslunni, nema þar sem sérfræðingar í lífvísindum starfa. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi samráðs við hagaðila, betra samstarf milli stofnana og samþættingu líffræðilegrar fjölbreytni í alla stjórnsýslu. Einnig var bent á þörf fyrir að tryggja að loftslags- og skipulagsmál styðji við líffræðilega fjölbreytni og að fræðsla og aðgengi að upplýsingum skipta lykilmáli. Lagt var til að setja líffræðilega fjölbreytni í forgang, tryggja fjármagn og stofna fagráð um líffræðilega fjölbreytni til að efla samræmda stefnumótun og alþjóðlega samvinnu. Líffræðileg fjölbreytni hefur almennt ekki verið nægilega samþætt í íslensk lög og stefnur. Innleiðing markmiða GBF er takmörkuð, og ljóst er að Ísland er langt frá því að ná þeim. Greinargerð um þessa vinnustofuer formlega gefin út í dag, á degi líffræðilegrar fjölbreytni ásamt nýju merki Biodice. Tvær vel sóttar vinnustofur voru haldnar í Finnlandi og Danmörku. Helstu niðurstöður verkefnisins í heild eru þær að þrátt fyrir að Ísland, Finnland og Danmörk séu ólík að mörgu leyti, t.d. hvað varðar náttúrufar og aðild að Evrópusambandinu, standa þau öll frammi fyrir svipuðum áskorunum þegar kemur að vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Sameiginlegar áskoranir eru meðal annars togstreita milli náttúruverndar og atvinnu-/öryggishagsmuna, takmarkaður skilningur á lykilhugtökum og ófullnægjandi stefnur og fjármögnun. Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti og vaxandi vitund um málefnið, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. Lokaskýrsla um verkefnið verður gefin út af Norrænu ráðherranefndinni í júní n.k. og niðurstöður þess munu vonandi nýtast stjórnvöldum á öllum Norðurlöndunum við innleiðingu Kunming-Montréal samkomulagsins. Skilaboð til íslenskra stjórnvalda Nú þegar Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur, er kjörið tækifæri til að staldra við og spyrja: Hvert stefnir Ísland? Það er ljóst að vilji og vakning eru til staðar – en til að umbreyta orðum í aðgerðir þarf skýra forgangsröðun, fjárfestingu og stefnu. Stýrihópur umhverfis -, orku- og loftslagsráðuneytisins um gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni vinnur nú að gerð hvítbókar um líffræðilega fjölbreytni. Þá steig umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mikilvægt skref nýlega með staðfestingu aðildar Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services). IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfaþjónustu. Verkefnin framundan krefjast þverpólitísks vilja, samstarfs og þekkingar. Við þurfum að standa vörð um íslenska náttúru og uppfylla markmið GBF sáttmálans og annarra alþjóðlegra skuldbindinga. Líffræðileg fjölbreytni er ekki aukaatriði – hún er grunnur lífsins sjálfs. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa hjá Náttúruminjasafni Íslands við verkefni Biodice
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun