„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 10:30 Hlynur Bæringsson með Íslandsmeistarabikarinn í klefanum á Sauðárkróki í gærkvöld. Fögnuður Stjörnunnar hélt áfram langt fram á nótt. vísir/Hulda Margrét „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ Þetta sagði Hlynur Bæringsson sem mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni í gær. Fullkominn endir því þetta var hans síðasti leikur á ferlinum, spilaður á Sauðárkróki þar sem þessi 42 ára Grundfirðingur lék á sínu fyrsta körfuboltamóti árið 1995. Hlynur var skiljanlega í miðjum tilfinningarússíbana þegar hann reyndi að svara spurningum Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga hans sem hrósuðu Hlyni í hástert fyrir sitt einstaka framlag til íslensks körfubolta, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistari Hlynur í setti eftir lokaleik ferilsins En hvað tekur svo við? „Það kemur væntanlega risastórt tómarúm. Þetta er sjálfsmyndin manns. Allt sem ég hef gert. Fyrsta mótið mitt var einmitt hérna [á Króknum] haustið ´95. Nánast allt sem ég hef gert hefur snúist um þetta [körfubolta]. Alls staðar þar sem þú kemur ertu körfuboltamaðurinn Hlynur. Auðvitað verður það erfitt. Þetta móment og þessi stemning kemur aldrei aftur,“ sagði Hlynur. Hann lék sinn fyrsta deildarleik 16. október 1997 og lauk ferlinum í gær, næstum 28 árum síðar, og benti Stefán Árni á þá sturluðu staðreynd að dómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefði dæmt báða leikina. Hlynur átti ríkan þátt í því að Stjarnan næði að vinna einvígið við Tindastól, 3-2, en var fyrir tímabilið allt eins undirbúinn fyrir það að vera í sáralitlu hlutverki. Hlynur segir það vissulega hafa verið „bónus“ að taka svo virkan þátt í að landa titlinum, og var minntur á skemmtileg ummæli sín frá því síðasta haust. „Ég fann fyrir tímabilið að það væri erfitt að gíra sig í þetta og ég var tilbúinn að fara í eitthvað minna [hlutverk]. Ég bjóst ekki við því að spila svona mikið. Auðvitað er extra sætt að vera inni á vellinum en ég var tilbúinn í hitt, hvernig sem ég gat hjálpað, og það komu leikir í vetur þar sem ég spilaði tíu sekúndur eða eina mínútu. Það að fá að vera inná og spila rullu, þó að hún sé breytt, ég bjóst ekkert við því,“ sagði Hlynur. Stjörnumenn höfðu verið afar nálægt því að landa sigri á Króknum í fyrsta leik einvígisins en náðu honum svo í oddaleiknum í gær, eftir að hafa unnið báða heimaleiki sína: „Við vorum ofboðslega vel undirbúnir fyrir þessa seríu. Það er ekki hægt að líkja þessu saman við þegar maður var að byrja í þessu. Við gerðum allt, vorum í einhverjum súrefnisklefa og það var bara allt upp á tíu. Það hefði ekki komið mér á óvart þó við færum í þyrlu í leikina, það var svo mikið lagt í undirbúninginn. Fólkið sem stóð í þessu á rosalega stóran part í þessu. Við trúðum á þetta. Við trúðum að við værum betra lið, betri liðsheild, og að það myndi skila okkur einhverju,“ sagði Hlynur og kvaðst hafa liðið „fáránlega vel“ inni á vellinum, laus við allt stress sem hefði getað myndast á árum áður. Bónus-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Þetta sagði Hlynur Bæringsson sem mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni í gær. Fullkominn endir því þetta var hans síðasti leikur á ferlinum, spilaður á Sauðárkróki þar sem þessi 42 ára Grundfirðingur lék á sínu fyrsta körfuboltamóti árið 1995. Hlynur var skiljanlega í miðjum tilfinningarússíbana þegar hann reyndi að svara spurningum Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga hans sem hrósuðu Hlyni í hástert fyrir sitt einstaka framlag til íslensks körfubolta, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistari Hlynur í setti eftir lokaleik ferilsins En hvað tekur svo við? „Það kemur væntanlega risastórt tómarúm. Þetta er sjálfsmyndin manns. Allt sem ég hef gert. Fyrsta mótið mitt var einmitt hérna [á Króknum] haustið ´95. Nánast allt sem ég hef gert hefur snúist um þetta [körfubolta]. Alls staðar þar sem þú kemur ertu körfuboltamaðurinn Hlynur. Auðvitað verður það erfitt. Þetta móment og þessi stemning kemur aldrei aftur,“ sagði Hlynur. Hann lék sinn fyrsta deildarleik 16. október 1997 og lauk ferlinum í gær, næstum 28 árum síðar, og benti Stefán Árni á þá sturluðu staðreynd að dómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefði dæmt báða leikina. Hlynur átti ríkan þátt í því að Stjarnan næði að vinna einvígið við Tindastól, 3-2, en var fyrir tímabilið allt eins undirbúinn fyrir það að vera í sáralitlu hlutverki. Hlynur segir það vissulega hafa verið „bónus“ að taka svo virkan þátt í að landa titlinum, og var minntur á skemmtileg ummæli sín frá því síðasta haust. „Ég fann fyrir tímabilið að það væri erfitt að gíra sig í þetta og ég var tilbúinn að fara í eitthvað minna [hlutverk]. Ég bjóst ekki við því að spila svona mikið. Auðvitað er extra sætt að vera inni á vellinum en ég var tilbúinn í hitt, hvernig sem ég gat hjálpað, og það komu leikir í vetur þar sem ég spilaði tíu sekúndur eða eina mínútu. Það að fá að vera inná og spila rullu, þó að hún sé breytt, ég bjóst ekkert við því,“ sagði Hlynur. Stjörnumenn höfðu verið afar nálægt því að landa sigri á Króknum í fyrsta leik einvígisins en náðu honum svo í oddaleiknum í gær, eftir að hafa unnið báða heimaleiki sína: „Við vorum ofboðslega vel undirbúnir fyrir þessa seríu. Það er ekki hægt að líkja þessu saman við þegar maður var að byrja í þessu. Við gerðum allt, vorum í einhverjum súrefnisklefa og það var bara allt upp á tíu. Það hefði ekki komið mér á óvart þó við færum í þyrlu í leikina, það var svo mikið lagt í undirbúninginn. Fólkið sem stóð í þessu á rosalega stóran part í þessu. Við trúðum á þetta. Við trúðum að við værum betra lið, betri liðsheild, og að það myndi skila okkur einhverju,“ sagði Hlynur og kvaðst hafa liðið „fáránlega vel“ inni á vellinum, laus við allt stress sem hefði getað myndast á árum áður.
Bónus-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09