Lífið

Eggert Gunn­þór og Elsa selja einbýlið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin festu kaup á húsinu árið 2021. 
Hjónin festu kaup á húsinu árið 2021. 

Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir.

Eggert Gunnþór og Elsa festu kaup á húsinu í júní árið 2021 og greiddu 85 milljónir fyrir. Hjónin hafa búið sér og dóttur sinni afar fallegt heimili.

Um er að ræða rúmlega 214 fermetra vel skipulagt einbýlishús sem byggt var árið 1983. Húsið stendur á stórri eignarlóð þar sem bakgarðurinn snýr í suður og liggur að friðuðu hrauni.

Stofan og borðstofan mynda saman opið og bjart alrými, þar sem arinninn gefur rýminu hlýtt og notalegt yfirbragð. Eldhúsið, sem er opið inn í stofuna, er nýuppgert með stílhreinni hvítri innréttingu, stórri eyju með vínkæli. Úr eldhúsinu er gengið í notalega garðstofu sem leiðir út á hellulagða suðurverönd þar sem hægt er að njóta sólar mestan hluta dagsins.

Í húsinu eru samtals þrjú svefnherbergi með möguleika á því fjórða, og tvö baðherbergi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.