Bakslag í veikindi Valgeirs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 10:33 Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kona hans á góðri stundu. Vísir/Daníel Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni. Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023. Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023.
Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31
Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05