Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:30 Breski plötusnúðurinn NOTION er væntanlegur til Íslands. Aðsend Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto. Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto.
Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“