Fótbolti

Sveinn Aron skoraði, lagði og klúðraði víta­spyrnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron spilar í dag með Sarpsborg.
Sveinn Aron spilar í dag með Sarpsborg. Sarpsborg 08

Sveinn Aron Guðjohnsen átti fanta góða leik þegar Sarpsborg lagði Egersund í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Sveinn Aron skoraði og lagði upp. Þá heldur ævintýri Álasunds áfram.

Sarpsborg lenti nokkuð óvænt undir en þá var komið að þætti íslenska framherjans. Hann byrjaði reyndar á því að klúðra vítaspyrnu en bætti upp fyrir að með því að jafna metin á 40. mínútu og leggja upp annað mark Sarpsborg aðeins tveimur mínútum síðar. Gestirnir í Sarpsborg gulltryggðu sigurinn í síðari hálfleik og eru komnir í 8-liða úrslit.

Það er Íslandingalið Álasunds einnig eftir sigur á Ham-Kam, öðru Íslendingaliði, í vítaspyrnukeppni. Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson byrjuðu leikinn fyrir Álasund. Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði Ham-Kam á meðan Viðar Ari Jónsson kom inn af bekknum.

Davíð Snær skoraði úr spyrnunni sem skaut Álasund á endanum áfram en Brynjar Ingi brenndi af í liði Ham-Kam. Viðar Ari skoraði úr sinni spyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×