„Þetta fór eins vel og kostur var“ Jón Þór Stefánsson og Telma Tómasson skrifa 20. maí 2025 14:34 Mynd frá björgunaraðgerðunum. Landsbjörg Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var. „Aðgerðum er að mestu leyti lokið núna. Það eru allir farþegar komnir í land í Súðavík. Það er verið að keyra þá til Ísafjarðar þar sem Rauði krossinn tekur á móti þeim og veitir aðstoð ef menn vilja. Þetta fór eins vel og kostur var,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Frá Ísafirði eftir hádegið í dag. Hafþór Gunnarsson Útkall barst um málið rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega, en 49 manns voru um borð. Fram hefur komið að farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn sem eru í ferð á vegum skemmtiferðaskips sem liggur við höfn á Ísafirði. Er vitað hvað gerðist þarna? „Nei, eða ég veit það allavegana ekki. Við vitum hvað við vorum að fást við. Við þurftum bara að sækja þessa farþega og koma skipinu á flot aftur. Það hefur verið gert.“ Hafþór Gunnarsson Jón Þór segist ekki vera í stöðu til að leggja mat á það hvort þarna hafi fólk verið hætt komið. „En mér skilst að veður hafi verið gott og aðstæður þannig að það hafi ekki verið mikil hætta á ferðum. Þetta snerist bara um að létta það, og það var gert með því að færa farþega um borð í aðra báta. Þá var hægt að draga skipið á flot.“ Mynd frá vettvangi.Landsbjörg Veistu hvort að mannskapurinn hafi orðið skelkaður? „Nei, ég þekki það nú ekki, en örugglega einhverjir. Þetta er kannski ekki lífsreynsla sem margir lenda oft í þannig það kæmi mér ekki á óvart.“ Farþegarnir eru komnir til Íslands um borð í þessu skemmtiferðaskipi við hafnarbakkann á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson Ísafjarðarbær Björgunarsveitir Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Aðgerðum er að mestu leyti lokið núna. Það eru allir farþegar komnir í land í Súðavík. Það er verið að keyra þá til Ísafjarðar þar sem Rauði krossinn tekur á móti þeim og veitir aðstoð ef menn vilja. Þetta fór eins vel og kostur var,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Frá Ísafirði eftir hádegið í dag. Hafþór Gunnarsson Útkall barst um málið rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega, en 49 manns voru um borð. Fram hefur komið að farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn sem eru í ferð á vegum skemmtiferðaskips sem liggur við höfn á Ísafirði. Er vitað hvað gerðist þarna? „Nei, eða ég veit það allavegana ekki. Við vitum hvað við vorum að fást við. Við þurftum bara að sækja þessa farþega og koma skipinu á flot aftur. Það hefur verið gert.“ Hafþór Gunnarsson Jón Þór segist ekki vera í stöðu til að leggja mat á það hvort þarna hafi fólk verið hætt komið. „En mér skilst að veður hafi verið gott og aðstæður þannig að það hafi ekki verið mikil hætta á ferðum. Þetta snerist bara um að létta það, og það var gert með því að færa farþega um borð í aðra báta. Þá var hægt að draga skipið á flot.“ Mynd frá vettvangi.Landsbjörg Veistu hvort að mannskapurinn hafi orðið skelkaður? „Nei, ég þekki það nú ekki, en örugglega einhverjir. Þetta er kannski ekki lífsreynsla sem margir lenda oft í þannig það kæmi mér ekki á óvart.“ Farþegarnir eru komnir til Íslands um borð í þessu skemmtiferðaskipi við hafnarbakkann á Ísafirði.Hafþór Gunnarsson
Ísafjarðarbær Björgunarsveitir Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira