Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2025 07:02 Vinícius Júnior er ekki vinsæll í Valencia. Alvaro Medranda/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur hótað að lögsækja streymisveituna Netflix vegna heimildarmyndar veitunnar um Vinícius Júnior, leikmann Real Madríd og Brasilíu. Valencia heimtar leiðréttingu frá framleiðendum myndarinnar vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af kynþáttaníði sem Vini Jr. varð fyrir á Mestalla, heimavelli Valencia. Segir félagið að sú mynd sem er dregin upp í heimildarmyndinni eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Myndin er gerð af brasilíska framleiðslufyrirtækinu Conspiraçao og einbeitir sér að undanförnum tímabilum hjá Brasilíumanninum. Eitt af stóru augnablikum myndarinnar snýr að atviki sem átti sér stað 21. maí 2023 þegar Vini Jr. stóð upp í hárinu á stuðningsfólki Valencia sem beitti hann kynþáttaníði. Ári síðar voru þrír stuðningsmenn Valencia dæmdir í fangelsi vegna málsins. Einnig voru þeir dæmdir í lífstíðarbann á Mestalla. Valencia mótmælir þeirri staðhæfingu að fleiri aðilar hafi tekið þátt í því að beita Vini Jr. kynþáttaníði. Í myndinni er birt myndband sem tekið er upp á síma. Þar er því haldið fram að orðið sem fjöldi fólks tekur undir með sé „mono“ (í. api). Valencia heldur því fram að orðið sem hafi verið sungið hátt en ekki það skýrt sé orðið „tonto“ (í . heimskur). 🦇 Ante la injusticia y falsedades cometidas con la afición del Valencia CF, desde el Club hemos exigido por escrito una rectificación inmediata a la productora del documental por lo ocurrido en Mestalla y que no se corresponde con la realidad. La verdad y el respeto a nuestra… https://t.co/3Xy66YnL3b— Valencia CF (@valenciacf) May 19, 2025 Valencia heimtar að myndin verði leiðrétt og hótar að lögsækja Netflix og Conspiraçao verði það ekki raunin. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Valencia heimtar leiðréttingu frá framleiðendum myndarinnar vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af kynþáttaníði sem Vini Jr. varð fyrir á Mestalla, heimavelli Valencia. Segir félagið að sú mynd sem er dregin upp í heimildarmyndinni eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Myndin er gerð af brasilíska framleiðslufyrirtækinu Conspiraçao og einbeitir sér að undanförnum tímabilum hjá Brasilíumanninum. Eitt af stóru augnablikum myndarinnar snýr að atviki sem átti sér stað 21. maí 2023 þegar Vini Jr. stóð upp í hárinu á stuðningsfólki Valencia sem beitti hann kynþáttaníði. Ári síðar voru þrír stuðningsmenn Valencia dæmdir í fangelsi vegna málsins. Einnig voru þeir dæmdir í lífstíðarbann á Mestalla. Valencia mótmælir þeirri staðhæfingu að fleiri aðilar hafi tekið þátt í því að beita Vini Jr. kynþáttaníði. Í myndinni er birt myndband sem tekið er upp á síma. Þar er því haldið fram að orðið sem fjöldi fólks tekur undir með sé „mono“ (í. api). Valencia heldur því fram að orðið sem hafi verið sungið hátt en ekki það skýrt sé orðið „tonto“ (í . heimskur). 🦇 Ante la injusticia y falsedades cometidas con la afición del Valencia CF, desde el Club hemos exigido por escrito una rectificación inmediata a la productora del documental por lo ocurrido en Mestalla y que no se corresponde con la realidad. La verdad y el respeto a nuestra… https://t.co/3Xy66YnL3b— Valencia CF (@valenciacf) May 19, 2025 Valencia heimtar að myndin verði leiðrétt og hótar að lögsækja Netflix og Conspiraçao verði það ekki raunin.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira