„Við elskum að spila hérna“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 22:02 Aron Elí Sævarsson í leik með Mosfellingum fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira