Handbolti

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur Vals fyrir seinni úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur geta orðið Evrópumeistarar á morgun.
Valskonur geta orðið Evrópumeistarar á morgun. vísir/jón gautur

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun.

Fundurinn hefst klukkan 11:00 en beina útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.

Valur og Porrino skildu jöfn, 29-29, í fyrri leiknum á Spáni síðasta laugardag. Spænska liðið jafnaði með síðasta skoti leiksins.

Seinni leikurinn fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 15:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Karlalið Vals varð Evrópubikarmeistari í fyrra og kvennaliðið getur nú leikið sama leik. Valskonur standa í ströngu en í næstu viku hefst einvígi þeirra og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×