Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2025 11:30 Stjórn ÍBV ásamt forsvarsmönnum UMFÍ og ÍSÍ þegar aðildarsamningur var undirritaður í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig. ÍSÍ Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig.
Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ.
ÍSÍ Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira