Lífið

Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Patrik hefur dálæti af dýrum bílum og merkjavörur.
Patrik hefur dálæti af dýrum bílum og merkjavörur.

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, festi nýverið kaup á glæsilegum ljósgráum jeppa af tegundinni Mercedes-Benz G-Class, árgerð 2018. Patrik birti mynd af bílnum á Instagram í gær.

Bíllinn er meðal dýrustu bíla sem eru til sölu hér á landi en ekki liggur fyrir hversu mikið Patrik greiddi fyrir kaggann. 

Sambærilegir notaðir G-Class jeppar eru auglýstir til sölu á tæpar tuttugu milljónir króna, en nývirðið er að lágmarki tæpar 34 milljónir króna.

Patrik virðist hafa sérstakt dálæti af sport- og lúxusbílum. Áður átti hann hvítan Porsche Cayenne sportjeppa og þar áður ljósbláan Porsche Taycan sportbíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.