Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. maí 2025 12:08 Egilsstaðir í blíðviðri. vísir/vilhelm Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum. Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“ Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Mikið blíðviðri gengur nú yfir víða um land og hvergi er það betra en á Austurlandi. Búist má við því að hitastig nái um 21 gráðu þegar best lætur á Egilsstöðum. Almannavarnanefnd lögreglunnar á Austurlandi hefur hvatt íbúa til að fara varlega með eld þar sem hætta á gróðureldum hefur aukist til muna síðustu daga. Versti tíminn núna Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, fagnar góða veðrinu en tekur fram að slökkviliðið hafi þó nokkrar áhyggjur vegna næstu daga. Á sunnudaginn er búist við 26 stiga hita á Egilsstöðum. „Það er nú bara glampandi sól og logn. Bara alveg frábært veður, 20 stiga hiti og gjörsamlega frábært veður. Það er auðvitað þannig að þegar það er svona langvarandi gott veður. Þá þornar jörðin hratt og þetta er versti tíminn núna áður en gróðurinn er sprunginn almennilega út.“ Haraldur Geir Eðvaldsson að störfum á Seyðisfirði.vísir Ef eldur kemur upp gæti hann fljótt breist út og orðið að stórum eldsvoða enda mikill þurrkur á svæðinu. Mesta hættan sé þar sem fólk er með opinn eld. „Við erum alltaf með hugan við þessar sumarbúastaðabyggðir. Sem eru byggðar inni í skógi. Þar er mesta hættan. Þar er mest af fólki og þar gengur mest á. Það eru svæðin sem við höfum mestar áhyggjur af. Fólk eigi ekki að leika sér með eld Hverju þarf fólk að huga að til að kveikja ekki óvart gróðureld? „Það er að ganga vel um grillin sín. Ef menn eru að nota kolagrill, þarf að huga vel að því að hella ekki úr þeim áður en allt er dautt og fara varlega með einnota grillin og þetta að vera ekki að leika sér með eld einhvers staðar þar sem getur verið hætta.“ Haraldur hvetur fólk til að sýna ítrustu aðgát. Fólk eigi að hringja umsvifalaust í slökkviliðið ef þau kveikja í. „Ef þú ætlar að vera með grill einhvers staðar er hægt að vera með alls konar varúðarráðstafanir. Vera með sand í fötu eða eitthvað sem þú getur notað til að hella yfir ef allt er að fara í vitleysu.“
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira