Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2025 10:40 Haraldur fagnar nú því sem hann kallar fullnaðarsigur í baráttunni við Röst sem vill rannsaka kolefnisbindingu sjávar með því að binda vítissóta í Hvalfirði. „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar. Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar.
Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01