Bíó og sjónvarp

Tom Cruise stökk úr þyrlu með mynda­vél Ís­lendinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Tom Cruise í þann mund að stökkva úr þyrlu.
Tom Cruise í þann mund að stökkva úr þyrlu.

Áhættuatriði leikarans Tom Cruise fyrir Mission Impossible myndirnar hafa lengi vakið gífurelga athygli. Oftar en ekki snúast þessi atriði um það að stökkva af hinum merkilegustu hlutum, eins og hæstu byggingum heims eða fjöllum í Noregi.

Fyrir áttundu Mission Impossible myndina, sem ber titilinn The final reckoning, stökk Cruise út úr þyrlu með svokallaða SnorraCam en það er eins konar grind sem íslensku leikstjórarnir Einar Snorri og Eiður Snorri þróuðu.

Final reckoning er frumsýnd seinna í þessum mánuði. Fyrstu dómar um myndina voru birtir í morgun en samkvæmt Hollywood Reporter hafa gagnrýnendur tekið henni mjög vel. Henni hefur meðal annars verið lýst sem „geðveikri“ og „undraverðri“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.