Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 21:21 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er nýkjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Landsbjörg hefur skorað á stjórnvöld að afnema virðisaukaskattsskyldu björgunarsveita, og telja það geta sparað tugi milljóna á ári hverju. Þá kallar félagið eftir því að brugðist verði við húsnæðisvanda viðbragðsaðila sem allra fyrst. Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira