Sport

Fundu mynd­band af páfanum á hafnaboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leó fjórtándi heitir réttu nafni Robert Prevost og er frá Chicago. Hér eru myndir af honum með tuttugu ára millibili.
Leó fjórtándi heitir réttu nafni Robert Prevost og er frá Chicago. Hér eru myndir af honum með tuttugu ára millibili. Getty/Christopher Furlong

Eins og hefur komið fram á Vísi þá er nýi páfinn, Leó fjórtándi, mikill íþróttaáhugamaður. Hann mætti líka á leiki síns uppáhaldsliðs og nú hafa menn sannanir fyrir því.

Leó fjórtándi heitir réttu nafni Robert Prevost og er frá Chicago. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að verða páfi.

Það fréttist fljótlega af því að Prevost var stuðningsmaður hafnaboltaliðsins Chicago White Sox. Reyndar var einhver smá misskilningur um að hann studdi Chicago Cubs en það bar leiðrétt strax.

Hann var ekki bara stuðningsmaður að nafninu til. Hann studdi liðið þegar hann var í Bandaríkjamenn. Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum fóru að leita í safninu með það markmið að finna myndir af páfanum á leik.

Þeim tókst það því Robert Prevost var meðal áhorfenda á úrslitaleik um titilinn fyrir tuttugu árum. Myndavélarnar náðu myndir af spenntum verðandi páfa fylgjast með fyrsta úrsitaleik Chicago White Sox og Houston Astros.

Kannski ekkert skrýtið að Chicago White Sox hafi unnið einvígið 4-0 með slíkan mann að hvetja sig á pöllunum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×