Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Helena Ólafsdóttir áttar sig ekki á því á hvaða vegferð Valskonur eru á. Vísir/Jón Gautur/S2 Sport Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira
Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira