Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 10:01 Paul Pierce sést hér á leik með Boston Celtics í TD Garden. Getty/Maddie Meyer Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira