Lífið

Hug­myndir fyrir mæðra­daginn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mæðradagurinn er haldinn hátíðilegur næstkomandi sunnudag.
Mæðradagurinn er haldinn hátíðilegur næstkomandi sunnudag.

Mæðradagurinn er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Á þessum degi hefur myndast falleg hefð fyrir því að gleðja og dekra við mæður landsins, sem gegna einu mikilvægustu hlutverki samfélagsins. Að eiga góða og kærleiksríka móður er sannkallað gæfuspor og gerir lífið dýpra og innihaldsríkara..

Mæðradagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur hér á landi árið 1934 og ber jafnan upp á annan sunnudag í maí. Hann er hluti af alþjóðlegri hefð sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, þar sem dagurinn var viðurkenndur sem helgidagur árið 1914.

Hér að neðan má finna nokkrar hugmyndir hvernig má gleðja mæður landsins á mæðradaginn.

Sígild leið að hjartanu

Keyptu uppáhaldssúkkulaðið hennar mömmu og pakkaðu því fallega inn – gjöf sem hittir alltaf í mark.

Ommnomm
Lakkrís dökkt súkkulaði með salt.Epal

Skartgripir 

Gefðu mömmu þinni fallegt skart með áletruninni Mamma, gjöf sem segir allt sem segja þarf.

Armband frá MyLetra, gyllt eða silfur.MyLetra
Hálsmen frá Octagon.Meba

Dekur og slökun

Dekurpakki sem fær mömmu þína til að slaka á og njóta sín heima – því hún á það svo sannarlega skilið.

Gjafaboxið inniheldur súkkulaðiskrúbbsápu frá Verandi X Omnom, Baðbursta, Handkrem, Baðhanska og Ilmkerti frá Meraki. Æðislegar dekurvörur sem muna gleðja.Akkurat.is
Dásamleg blanda af lavender og patchouli sem hjálpar þér að slaka á. Epal.is

Mjúkt og notalegt

Mjúkur heimagalli, náttföt eða inniskór er eitthvað sem allar mæður þurfa að eiga.

Aim’n hálf rennd peysa. 11.990 kr.Wodbúð
Nike Phoenix - 13.995 kr.HVerslun

Smart æfingaföt

Smart og þægileg föt fyrir mömmur sem elska að hreyfa sig – hvort sem það er í ræktinni, hlaupunum, Barre eða jóga.

Wrap Tee Valencia peysa frá ReThinkIt - 11.900 kr.Fou22
Nike Zenvy rib - 24.495 kr.H verslun

Blómvöndur - sem endist að eilífu

Fallegur blómvöndur handa mömmu – gerviblóm eru orðin svo raunveruleg að þau endast og gleðja lengur.

Silk-ka er hollenskt vörumerki sem sérhæfir sig í einstökum gerviblómum og plöntum.Strand49
Abigail Ahern gerviblóm · Hydrangea Morning Mist.Dimm.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.