Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 16:01 Franco Colapinto, aðalökumaður Alpine í Formúlu 1 og Flavio Briatore, nýráðinn liðsstjóri liðsins. Vísir/Samsett mynd Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Formúlu 1 liði Alpine undanfarinn sólarhring. Umdeildur en sigursæll liðsstjóri snýr aftur og þá hefur liðið ákveðið að hrófla ökumannsteymi sínu. Í morgun var það staðfest að ástralski ökumaðurinn Jack Doohan, sem vermt hefur eitt af ökumannssætum Alpine í upphafi yfirstandandi tímabils, yrði skipt út fyrir Argentínumanninn Franco Colapinto sem var fenginn til liðs við Alpine frá Williams fyrir tímabilið eftir að hafa komið inn af þónokkrum krafti með liðinu á síðasta tímabili. ¡VamosFranco! 🇦🇷@FranColapinto will be making the step up to race driver for the next five races. pic.twitter.com/tafrINGm4B— BWT Alpine Formula One Team (@AlpineF1Team) May 7, 2025 Breytingar sem ekki er hægt að segja að komi á óvart þar sem að orðrómur þess efnis að Doohan yrði ekki lengi aðalökumaður Alpine fór á kreik í raun um leið og Colapinto gekk til liðs við liðið. Argentínumaðurinn fær samning sem gildir aðeins næstu fimm keppnishelgar og er það nú undir honum komið að vinna sér inn enn þá lengri samning. En það eru ekki einu breytingarnar hjá franska liðinu. Því í gær var greint frá því að reynsluboltinn Flavio Briatore, sem hefur unnið til heimsmeistaratitla með liðum Benetton og Renault í gegnum tíðina og sinnt hefur ráðgjafahlutverki hjá Alpine, myndi taka við sem liðsstjóri liðsins en Oliver Oakes sem gegndi þeirri stöðu sagði starfi sínu lausu í gær. Briatore er skrautlegur karakter svo ekki meira sé sagt og mörgum ferskt í minni samstarf hans með Fernando Alonso á sínum tíma hjá Renault. Saga Briatore og Formúlu 1 er ekki beint klippt og skorin. Á sínum tíma fékk Ítalinn lífstíðarbann í Formúlu 1 fyrir aðild sína að Crashgate skandalnum svokallaða árið 2008 sem lesa má allt um í greininni hér fyrir neðan: Lífstíðarbanni Briatore var hins vegar aflétt af Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) árið 2013 og því ekkert sem gat komið í veg fyrir frekari þátttöku hans í mótaröðinni. Akstursíþróttir Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Í morgun var það staðfest að ástralski ökumaðurinn Jack Doohan, sem vermt hefur eitt af ökumannssætum Alpine í upphafi yfirstandandi tímabils, yrði skipt út fyrir Argentínumanninn Franco Colapinto sem var fenginn til liðs við Alpine frá Williams fyrir tímabilið eftir að hafa komið inn af þónokkrum krafti með liðinu á síðasta tímabili. ¡VamosFranco! 🇦🇷@FranColapinto will be making the step up to race driver for the next five races. pic.twitter.com/tafrINGm4B— BWT Alpine Formula One Team (@AlpineF1Team) May 7, 2025 Breytingar sem ekki er hægt að segja að komi á óvart þar sem að orðrómur þess efnis að Doohan yrði ekki lengi aðalökumaður Alpine fór á kreik í raun um leið og Colapinto gekk til liðs við liðið. Argentínumaðurinn fær samning sem gildir aðeins næstu fimm keppnishelgar og er það nú undir honum komið að vinna sér inn enn þá lengri samning. En það eru ekki einu breytingarnar hjá franska liðinu. Því í gær var greint frá því að reynsluboltinn Flavio Briatore, sem hefur unnið til heimsmeistaratitla með liðum Benetton og Renault í gegnum tíðina og sinnt hefur ráðgjafahlutverki hjá Alpine, myndi taka við sem liðsstjóri liðsins en Oliver Oakes sem gegndi þeirri stöðu sagði starfi sínu lausu í gær. Briatore er skrautlegur karakter svo ekki meira sé sagt og mörgum ferskt í minni samstarf hans með Fernando Alonso á sínum tíma hjá Renault. Saga Briatore og Formúlu 1 er ekki beint klippt og skorin. Á sínum tíma fékk Ítalinn lífstíðarbann í Formúlu 1 fyrir aðild sína að Crashgate skandalnum svokallaða árið 2008 sem lesa má allt um í greininni hér fyrir neðan: Lífstíðarbanni Briatore var hins vegar aflétt af Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) árið 2013 og því ekkert sem gat komið í veg fyrir frekari þátttöku hans í mótaröðinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira