Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 12:30 Anthony Edwards hefur oft spilað betur en í nótt. getty/David Berding Eftir tap Minnesota Timberwolves fyrir Golden State Warriors, 88-99, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt skammaði þjálfari Úlfanna, Chris Finch, skærustu stjörnu liðsins, Anthony Edwards. Minnesota, sem sló Los Angeles Lakers út í 1. umferð úrslitakeppninnar, 4-1, leit ekki vel út gegn Golden State í nótt og mistókst að nýta sér það að Stephen Curry fór snemma meiddur af velli. Finch vildi sjá meira frá Edwards sem skoraði 23 stig og tók fjórtán fráköst. En hann var aðeins með eitt stig í hálfleik og klikkaði á fyrstu tíu skotum sínum. „Þetta byrjar hjá Ant. Mér fannst hann vera í vandræðum og þá sástu ljósið svolítið slökkna um tíma,“ sagði Finch. Hann var svekktur að þurfa að hnýta í Edwards. „Hvað er hægt að tala um? Þú ert leiðtogi liðsins. Þú verður að gefa tóninn. Ef þú ert ekki að hitta verðurðu að stjórna orkunni. Ef ég þarf að tala við strákana um að vera með rétta orku í svona leik erum við ekki á sömu blaðsíðu,“ sagði Finch. Edwards var ekki sammála þjálfaranum um skort á framlagi hjá sér í leiknum í nótt. Hann tók gagnrýni Finch þó til sín. „Fólk mun reyna að kenna einhverjum um. Það getur kennt mér um en við spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Edwards sem var fjórði stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 27,6 stig að meðaltali í leik. Minnesota og Golden State mætast öðru sinni aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Minnesota, sem sló Los Angeles Lakers út í 1. umferð úrslitakeppninnar, 4-1, leit ekki vel út gegn Golden State í nótt og mistókst að nýta sér það að Stephen Curry fór snemma meiddur af velli. Finch vildi sjá meira frá Edwards sem skoraði 23 stig og tók fjórtán fráköst. En hann var aðeins með eitt stig í hálfleik og klikkaði á fyrstu tíu skotum sínum. „Þetta byrjar hjá Ant. Mér fannst hann vera í vandræðum og þá sástu ljósið svolítið slökkna um tíma,“ sagði Finch. Hann var svekktur að þurfa að hnýta í Edwards. „Hvað er hægt að tala um? Þú ert leiðtogi liðsins. Þú verður að gefa tóninn. Ef þú ert ekki að hitta verðurðu að stjórna orkunni. Ef ég þarf að tala við strákana um að vera með rétta orku í svona leik erum við ekki á sömu blaðsíðu,“ sagði Finch. Edwards var ekki sammála þjálfaranum um skort á framlagi hjá sér í leiknum í nótt. Hann tók gagnrýni Finch þó til sín. „Fólk mun reyna að kenna einhverjum um. Það getur kennt mér um en við spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Edwards sem var fjórði stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 27,6 stig að meðaltali í leik. Minnesota og Golden State mætast öðru sinni aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira