Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 11:30 Pedri hefur átt gott tímabil í vetur. getty/Image Photo Agency Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Sjá meira
Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Sjá meira