Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 07:31 Vésteinn Hafsteinsson hefur gegnt starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár Vísir/Ívar Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn Hafsteinsson hverfur nú úr starfi afreksstjóra ÍSÍ eftir að hafa starfað sem slíkur við afar góðan orðstír undanfarin tvö ár. Hann er stoltur af því sem náðst hefur að áorka á þeim tíma. Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“ ÍSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“
ÍSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira