Innherji

Heimilar sam­runa Sam­kaupa og Heim­kaupa og for­stjórinn stígur til hliðar

Hörður Ægisson skrifar
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa síðustu þrjá árin, segir að við sameiningu Samkaupa og Atlögu telji hann núna vera rétt að staldra við og meta eigin stöðu. „Ég hef starfað hjá félaginu í yfir 20 ár og hef um hríð haft áhuga á að skoða önnur tækifæri. Ég hef því tilkynnt stjórnarformanni félagsins að ég hyggist stíga til hliðar sem forstjóri Samkaupa.“.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa síðustu þrjá árin, segir að við sameiningu Samkaupa og Atlögu telji hann núna vera rétt að staldra við og meta eigin stöðu. „Ég hef starfað hjá félaginu í yfir 20 ár og hef um hríð haft áhuga á að skoða önnur tækifæri. Ég hef því tilkynnt stjórnarformanni félagsins að ég hyggist stíga til hliðar sem forstjóri Samkaupa.“. aðsend

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar.

Í kjölfar hlutafjáraukningar hjá Samkaupum í febrúar upp á um einn milljarð króna undirrituðu Samkaup og Heimkaup, sem núna heitir Atlaga, samrunasamning sem byggði á samkomulagi um helstu skilmála sem félögin gerðu í lok árs 2024. Í samrunasamningi var gert ráð fyrir því að Samkaup yrði yfirtökufélagið og sameinaðist þar öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Verslanir undir merkjum 10- 11, Prís og Extra auk þriggja þægindaverslana á þjónustustöðvum Orkunnar falla undir rekstur sameinaðs félags.

SKEL er stærsti hluthafi Atlögu með ríflega 80 prósenta hlut auk þess að eiga um 6,2 prósenta hlut í Samkaupum. Eftir samrunann mun fjárfestingafélagið fara því beint og óbeint með tæplega 14 prósenta hlut í Samkaupum en matvörukeðjan rekur meðal annars verslanir undir merkjum Nettó.

Í tilkynningu kemur fram að samruninn sé í takti við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri fyrir sameinað félag. Söluvöxtur er áætlaður um 14 prósent og sameiginlegt verslunarnet fer upp í 70 verslanir um allt land. Framundan er lokafrágangur samruna, samþætting og afléttingu síðustu fyrirvara í samræmi við samrunasamning.

Gunnar Egill Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Samkaupa, segist vera mjög ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og að félagið muni í framhaldinu stækka og eflast við samrunann. Samkaup er þriðja stærsta matvörukeðja landsins og velti um 42 milljörðum í fyrra. Á sama tíma var velta verslana í eigu Atlögu um 7,7 milljarðar króna á árinu 2024.

Við mat á samlegð sameinaðs félags í samrunaviðræðum var hún meðal annars talin vera um 1,5 prósent í innkaupum.

„Nettó hefur aukið sína markaðshlutdeild undanfarið með breyttri verðstefnu og stækkun verslananetsins mun styrkja stöðu Samkaupa enn frekar. Prís opnaði um mitt síðasta ár og hefur þegar skapað sér sterka stöðu á lágvörumarkaði með rekstrarhagkvæmni að leiðarljósi og með því að bjóða ávallt lægsta verðið. Á þægindamarkaði munu Samkaup geta aukið þjónustu sína enn frekar með stærra verslunarneti. Þá fjölgar í hluthafahópi Samkaupa með aðkomu nýrra einkafjárfesta sem mun einnig styrkja félagið, bæði fjárhagslega og í allri framtíðar stefnumótun,“ að sögn Gunnars Egils, og bætir við:

„Ég tók við forstjórastarfi Samkaupa fyrir þremur árum og lagði þá af stað í vegferðina að stækka félagið, bæði á dagvörumarkaði og með fjölgun tekjustoða. Ég tel að enn séu fjölmörg tækifæri til að nýta verslunarnet Samkaupa betur, bæði með aukinni netverslun og með því að taka inn vörur sem félagið er ekki að selja í dag. Vildarkerfi Samkaupa er einn af lykil aðgreiningarþáttum félagsins en það telur nú rúmlega 90.000 vildarvini og veitir inneign þegar verslað er. Hægt er að nýta vildarkerfið enn betur við að auka tryggð viðskiptavina og sölu til þeirra.“

Prís opnaði um mitt síðasta ár og hefur þegar skapað sér sterka stöðu á lágvörumarkaði með rekstrarhagkvæmni að leiðarljósi og með því að bjóða ávallt lægsta verðið. Á þægindamarkaði munu Samkaup geta aukið þjónustu sína enn frekar með stærra verslunarneti.

Gunnar Egill segir að við sameiningu Samkaupa og Atlögu telji hann núna vera rétt að staldra við og meta eigin stöðu.

„Ég hef starfað hjá félaginu í yfir 20 ár og hef um hríð haft áhuga á að skoða önnur tækifæri. Ég hef því tilkynnt stjórnarformanni félagsins að ég hyggist stíga til hliðar sem forstjóri Samkaupa. Ég treysti sterku stjórnendateymi félagsins til að taka við keflinu og ég mun vinna með stjórn þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.“

Þá segir Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformaður Samkaupa og í forsvari fyrir Kaupfélag Suðurnesja sem ræður yfir nærri helmingshlut í félaginu, að það sé ánægjulegt að samruninn hafi verið samþykktur og hann muni styrkja félagið til framtíðar. „Ég vil fyrir hönd stjórnar þakka Gunnari fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins á undanförnum tveimur áratugum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Leit að nýjum forstjóra er hafin en Gunnar mun sinna starfinu þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.“

Í rökstuðningi sínum fyrir samrunanum við Samkeppniseftirlitið bentu félögin meðal annars á að með nýjum og öflugri keppinaut á dagvörumarkaði, sem gæti öðlast getu til að stunda eigin innflutning og reka eigin vöruhúsastarfsemi, væri hægt að „veita turnunum tveimur, Högum og Festi, verulegt samkeppnisaðhald.“

Áætluð markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Heimild: Samrunatilkynning til Samkeppniseftirlitsins.

Í samrunatilkynningunni kom fram að áætluð markaðshlutdeild Haga á landinu öllu væri rúmlega 44 prósent á meðan hlutdeild Festi sé um 28 prósent. Þar á eftir kemur Samkaup með liðlega 16 prósenta markaðshlutdeild – hún hefur farið minnkandi síðustu ár – á meðan Heimkaup (núna Atlaga) er með tveggja prósenta hlutdeild.

Talsvert tap var á rekstri beggja eininga samrunafélaganna – Samkaupa og Atlögu – á síðasta ári. Ekki er búið að birta opinberlega ársreikning Samkaupa fyrir árið 2024 en líkt og Innherji hefur áður sagt frá var heildartapið áætlað um 700 milljónir. Félagið hefur meðal annars orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna Nettó-verslunar sem það starfrækir í Grindavík í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesi.

Eigið fé Samkaupa var um 3,1 milljarður króna í byrjun síðasta árs og eiginfjárhlutfallið stóð þá í um 17 prósentum. Ekki er útilokað að Samkaup muni fara í frekari hlutafjáraukningar síðar á árinu, meðal annars til að standa straum af aukinni fjárfestingu og endurbótum á verslunum félagsins.

Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Tímasetning skráningar hefur hins vegar ekki verið ákveðin.

Í hlutafjáraukningu Samkaupa sem kláraðist í febrúar var áskriftargengið í útboðinu 24 krónur á hlut að nafnvirði og hlutafjárvirði félagsins verðmetið á um 9,4 milljarða (pre-money). Rekstrarvirði sameinaðs félags Samkaupa og Atlögu að lokinni hlutafjáraukningu er um 14,6 milljarðar, eða sem nemur 8,8 sinnum EBITDA-hagnaður þessa árs, samkvæmt áætlunum Samkaupa.

Fyrir utan Kaupfélag Suðurnesja, sem er langsamlega stærsti hluthafinn, eru aðrir helstu eigendur Samkaupa Birta lífeyrissjóður, Kaupfélag Borgfirðinga og Festa lífeyrissjóður.


Tengdar fréttir

Væntan­legur sam­runi við Sam­kaup mun breyta dag­vöru­markaðinum mikið

Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.

Sam­kaup ætlar að auka hluta­fé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu

Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa.

Sam­ein­ing við Sam­kaup gæti „hrist­ upp“ í smá­söl­u­mark­aðn­um

Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×