Sendu Houston enn á ný í háttinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 07:31 Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna vel í gærkvöld. Getty/Tim Warner Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira