Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 16:45 Hátt í tvær milljónir sóttu tónleika Lady Gaga á hinni heimsfrægu Copacabana-strönd í gær. AP/Bruna Prado Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt. Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt.
Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03