Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 12:29 Anthony Albanese forsætisráðherra ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins þegar ljóst var að flokkurinn hlyti fleiri þingsæti en íhaldsmenn. AP/Rick Rycroft Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi. Ástralía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi.
Ástralía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira