„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. maí 2025 12:22 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira