„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 14:44 Kári Stefánsson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hann var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust. vísir/vilhelm Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem taka við stjórn fyrirtækisins, þau munu leiða í sameiningu starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi. Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri, segist hafa verið rekinn. „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust,“ segir Kári í stuttu svari til Vísis. Hann er staddur í Bandaríkjunum og getur ekki tjáð sig að neinu viti, sagði að það muni hann gera eftir helgi. En vildi þó segja þetta. Þetta eru nú meiru fantarnir og fúlmennin? „Kannski ekki, kannski eru þetta bara menn sem vita hvað þeir vilja,“ sagði Kári þá. Elissa Snook, yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, bauð fréttamanni að senda sér skriflega fyrirspurn vegna málsins og svör hennar voru eftirfarandi: „Fyrirtækið tók stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu hjá deCODE genetics til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi okkar. Þessi ákvörðun endurspeglar skuldbindingu okkar til að viðhalda alþjóðlegri forystu deCODE í erfðarannsóknum og tryggja áframhaldandi þróun þess til að mæta vísindalegum áskorunum. Við erum þakklát fyrir framlag Dr. Stefánssonar og fullviss um að sú undirstaða sem hann byggði muni gera kleift að halda áfram nýsköpun og hafa jákvæð áhrif fyrir sjúklinga.“ Kári tjáði sig um starfsánægju sína í áramótaviðtali við Morgunblaðið á gamlársdag. „Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum,“ sagði Kári í áramótaviðtali við Morgunblaðið.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira