Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 17:22 Meistaraflokkur karla á æfingu í Grindavík. Vísir/Aron Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík! Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira
Ekki er langt síðan Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, greindi frá því að það væri stefnt að því að spila á Stakkavíkurvelli í sumar. Kom fjöldi sjálfboðaliða saman á sumardaginn fyrsta til að gera völlinn leikhæfan en ekki hefur farið fram íþróttakappleikur í bænum í 18 mánuði. Nú er ljóst að ásamt því að meistaraflokkar Grindavíkur í fótbolta munu leika heimaleiki sína í Grindavík munu körfuboltalið bæjarins leika hluta heimaleikja sinna á næstu leiktíð í bænum. „Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Þar segir einnig: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Haukur Guðberg fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins, Ingibergur Þór Jónasson fyrir hönd körfuknattleiksdeildar, Klara Bjarnadóttir – formaður UMFG og Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Sameiginleg yfirlýsing Ungmennafélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar um heimkomu meistaraflokka UMFG í körfubolta og fótbolta. Skýr og einlægur vilji okkar Grindvíkinga er að íþróttaliðin okkar leiki heimaleiki sína í Grindavík á ný. Knattspyrnudeild UMFG mun leika heimaleiki sína í Grindavík í sumar og körfuknattleiksdeildin mun a.m.k. leika hluta af sínum heimaleikjum í Grindavík næsta vetur. Heimkoma íþróttaliðanna er stórt og táknrænt skref á heimleið okkar allra. Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar og elju samfélagsins. Það er öllum ljóst að það verður stór stund þegar hjartsláttur samfélagsins slær í takt við trommurnar á heimavelli í Grindavík. Það liggur í loftinu að við eigum eftir að vinna stóra sigra heima í Grindavík og þá er stemmingin engri annarri lík. Við viljum færa innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu íþróttafélaga, sveitarfélaga, þjálfara og sjálfboðaliða um land allt sem hafa opnað faðminn fyrir grindvísku íþróttafólki á öllum aldri og veitt skjól á erfiðum tímum. Ykkar hlýja móttaka og stuðningur skipta sköpum, ekki aðeins fyrir æfingar og keppnir, heldur líka fyrir þau ómetanlegu félagslegu tengsl sem íþróttir skapa og styrkja. Þið hafið átt stóran þátt í að gera þessa heimkomu að veruleika. Grindavíkurbær mun á næstu misserum leggja áherslu á viðgerðir og endurbætur á íþróttamannvirkjum bæjarins. Stefnt er á að skapa öruggt, aðlaðandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir keppendur, áhorfendur og sjálfboðaliða. Við ítrekum að öryggi allra sem sækja íþróttviðburði í Grindavík verður ætið í forgangi. Áfram Grindavík!
Fótbolti Körfubolti UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira