„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent