„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2025 13:00 Lamine Yamal skömmu áður en hann skoraði stórkostlegt mark og minnkaði muninn í 1-2 fyrir Barcelona gegn Inter. getty/Joan Valls Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30