„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2025 13:00 Lamine Yamal skömmu áður en hann skoraði stórkostlegt mark og minnkaði muninn í 1-2 fyrir Barcelona gegn Inter. getty/Joan Valls Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30