Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Daði Rafnsson skrifar 30. apríl 2025 11:32 vísir/getty Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. En veruleikinn er mögulega flóknari. Rannsóknir fræðimanna á borð við Amanda Johnson á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga sýna að mismunur innan sama aldursárs getur numið því sem samsvarar 2-6 árum, mest um 12-14 ára hjá strákum og 11-13 ára hjá stelpum. Og að áhrifin jafnist í raun ekki almennilega út fyrr en um 20-22 ára aldurinn. Árið 2019 var lokakeppni U-17 ára landsliða í knattspyrnu karla haldin á Írlandi. Dr. Laura Finnegan gerði þar rannsókn á hlutfallslegum aldursmuni (relative age effect) leikmanna sem höfðu spilað fyrir liðin í undankeppni mótsins. Hún komst meðal annars að því að Ísland hafði spilað flestum leikmönnum fæddum árið 2003, eða þrjá af fjórtán úr öllum liðunum. Allir aðrir leikmenn á mótinu, 330 talsins voru fæddir árið 2002. Hjálpar að fæðast fyrr á árinu Þar sem náttúrulegir hæfileikar dreifast jafnt á fólk, óháð stjörnumerkjum og fæðingadögum, hefði mátt búast við því að 25 prósent af leikmönnunum væru fæddir á hverjum ársfjórðungi. Raunin var hins vegar sú að 47 prósent allra leikmanna voru fæddir á fyrsta ársfjórðungi en aðeins 6 prósent á þeim síðasta. Þetta orsakast af því að stærri, sterkari og þroskaðri krakkar eru yfirleitt valdir umfram aðra í úrvalshópa í íþróttum og námi. Sigurvegarar mótsins frá Hollandi reyndust svo vera með hæsta hlutfallslegan aldursmun sem hafði þá verið mældur í knattspyrnu en 63 prósent leikmanna þeirra voru fæddir fyrstu þrjá mánuði ársins. Íslenska unglingalandsliðið er oft hreinlega að keppa ójafnan leik þar sem á þessum aldri getur verið 3,5–4 ára þroskamunur innan elsta ársins sem eykst gagnvart liði sem mætir til leiks með leikmenn af yngra ári. Hlutfallslegur aldursmunur er eitt augljósasta dæmið um hlutdrægni (bias) í kennslu, þjálfun og uppeldi og er nátengdur Mattheusar-áhrifunum sem var fjallað um í síðustu grein. Þau sem eru fædd á fyrri helmingi ársins eru líklegri til að vera valin í úrvalshópa og hljóta einstaklingsverðlaun í íþróttum og námi. Því fyrr á árinu því betra. Því fjölmennari og vinsælli sem íþróttirnar og skólarnir eru því líklegra er að áhrifin verði ýktari. Á Íslandi er yfirleitt miðað við fæðingarár í samanburðarhópum í skóla og íþróttum en í sumum löndum er miðað við skólaárið. Oft frá 1. ágúst. Þá færist bara hlutfallslegi aldursmunurinn til og þau sem eru fædd í apríl til júlí draga stutta stráið. Það er athyglisvert að það dregur úr hlutfallslegum aldursáhrifum eftir því sem ofar dregur í aldri. En þá er samt sem áður oft orðið of seint fyrir mörg þeirra sem heltust úr lestinni. Stórar íslenskar stjörnur fæddar seint á árinu Í A landsliðshópi karla sem fór á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, þegar allir gáfu kost á sér sem mögulega gátu, voru 73,9 prósent leikmanna fæddir á fyrri helmingi ársins. Aðeins 13 prósent áttu afmæli á síðasta ársfjórðungi, þar af einn í nóvember og enginn í desember. Fræðafólk sem skoðar hlutfallslegan aldursmun hefur áhyggjur af því að einstaklingar fái ekki jöfn tækifæri og að samfélagið verði af hæfileikafólki. Nægir þar að benda á að þeir fjórir leikmenn A landsliðsins á HM sem áttu seinustu afmælisdagana voru Gylfi Sigurðsson, Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson sem voru allir lykilmenn. Af þeim spilaði einungis Gylfi fyrir U17 ára landsliðið. Jóhann Berg náði tveimur leikjum fyrir U19 ára liðið, fjórtán fyrir U21 og á 99 A landsleiki, Birkir Már spilaði fyrst þrjá U21 árs landsleiki en svo 103 A landsleiki og Kári á enga yngri landsleiki en 90 A landsleiki. Í öllu þessu liggur vandinn við að mæla börn og unglinga eins og þau væru litlir fullorðnir. Eins og Amanda Johnson segir eru vandamálin sem þau glíma við ekki eins. Börnin lifa við stöðugar og miklar breytingar á hæð, þyngd, þroska og þróun. Börn þurfa að þroskast á eigin hraða Þroski hvers barns er svo einstakur. Heilt yfir eru þau sem fæðast fyrr á árinu stærri og sterkari en það er ekki algilt og krakkar sem fæðast seint á árinu geta verið bráðþroska. Þetta þurfa þjálfarar, foreldrar og kennarar sem eru að bera saman börn á sama aldri að skilja. Til að mynda þegar frammistaða þeirra versnar allt í einu, orsakast það oft af því að þau eru að stækka og taka vaxtakippi. Börn þurfa að fá tækifæri til að þroskast á eigin hraða í stað stórudóma í ósanngjörnum mælingum við jafnaldra sína. Eins og þegar gefnar eru einkunnir í íþróttum fyrir frammistöðu í píp-testum eða þegar valið er inn í framhaldsskóla eftir einkunnum 15-16 ára unglinga. Til að komast í úrvalshóp unglinga hjá Frjálsíþróttasambandinu þarf til að mynda að ná lágmörkum í sinni grein. Það er svo sannarlega óhlutdræg aðferð við úrval en gefur aðallega í skyn hvar viðkomandi er staddur í dag. Áhugaverðar breytingar í Ástralíu Ástralska sundsambandið breytti sínum lágmarksskilyrðum fyrir þó nokkru og þar vilja menn meina að Stephen Cobley, gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í París, hafi haldist inni í úrvalshópum vegna þess en hefði verið valinn út í gamla kerfinu. Roger H. Barnsley sendi nýverið frá sér grein sem heitir 40 ár af hlutfallslegum aldursmun: Lífið er ósanngjarnt! Þar bar hann saman fyrstu rannsóknir sem voru gerðar á fyrirbærinu við nýjar rannsóknir og segir ekkert hafa breyst í barna og unglingaíþróttum þrátt fyrir aukna vitneskju og umfjöllum, sérstaklega eftir að Outliers, vinsæl bók Malcolm Gladwell kom út 2008. Að staðaldri eru 40 prósent ungmenna sem valin eru í unglingalandslið og úrvalshópa fædd á fyrsta ársfjórðungi og þau sem eru fædd í október til desember eru fjórum sinnum ólíklegri til að ná árangri en þau sem eru fædd í janúar til mars. Barnsley kallar þetta ósanngjarnt forskot og gagnrýnir einnig menntakerfið fyrir að sýna stöðugan hlutfallslegan aldursmun í þeim sem eru valin inn í úrvalsskóla og úrvalshópa. Sem er einmitt ástæðan fyrir því hvers vegna sérfræðingar í kennslu og kennslufræði eru með varan á gagnvart samræmdum prófum. Og auðvitað óar þeim við sem njóta ávaxtanna sem og foreldrum þeirra að viðurkenna að þau njóta ósanngjarns forskots. Börnin þeirra eru hæfileikarík, einstök og framúrskarandi. En ef þau flyttu til lands sem byrjaði að telja úr í ágúst myndi örugglega fljótt þyngjast á þeim brúnin. Hollendingar breyta til Hollendingar hafa greinilega ákveðið að gefa í því í undankeppni Evrópumóts 17 ára landsliða í mars á þessu ári voru 65 prósent leikmanna fæddir fyrstu þrjá mánuði ársins, 20 prósent á öðrum ársfjórðungi, 15 prósent á þriðja ársfjórðungi og enginn á síðasta ársfjórðungi. Nær ómögulegt er að komast í 17 ára landslið Hollands ef maður er fæddur í október, nóvember og desember, og einungis 8 prósent leikmanna í fyrsta A landsliðshópi þessa árs. Hollendingar þykja framúrskarandi í hæfileikamótun, en hafa alveg átt í erfiðleikum með litla Ísland í A landsliðum eins og fleiri stórar þjóðir í fleiri íþróttagreinum. Þar er enda verið að bera saman fullvaxta gripi en ekki kálfa við naut. Skylda að vinna gegn hlutfallslegum aldursmuni Barnsley segir í niðurlagi greinar sinnar að þjálfurum og kennurum beri skylda til að vinna gegn hlutfallslegum aldursmuni. Annað væri beinlínis rangt. Áhrifin eru víðtæk og móta sjálfsmynd, persónuleika og andlega líðan þeirra sem eru fædd seint á árinu á neikvæðari hátt. Ungmenni sem fædd eru snemma á árinu eru svo oftar hafin upp til skýjanna sem leiðtogar. Og til eru rannsóknir benda til þess að sjálfsvígshugsanir sé algengari hjá þeim sem fæðast seinna á árinu. Lausnirnar á þessum vanda eru flóknari í framkvæmd heldur en einfaldlega að mæla og velja úr öll börn með sama tommustokk. Það er í góðu lagi að mæla hæfni og getu en það væri betra ef niðurstöðurnar yrðu notaðar til þess að leiðbeina einstaklingum um hvar þau eru staddir. Hvernig þeir geta unnið markvisst í því að bæta sig í stað þess að einfaldlega bera saman við aðra og velja úr. Hvað áherslur í umhverfinu varðar hefur sænski íþróttasálfræðingurinn Johan Fallby orðað það þannig að íþróttafélög og samfélög ættu að hjálpa sem flestum mögulegum. Eins lengi og mögulegt er, við bestu aðstæður og mögulegt er til að vaxa og ná árangri. Í knattspyrnu og körfubolta hafa metnaðarfull félagslið á Íslandi til að mynda mælt eigin árangur meðal annars í því að vera með fleiri en eitt lið í sterkustu keppninni í hverjum aldursflokki og það er mjög dýrmætt að íslenskum félögum haldi úti starfi fyrir unglinga fram undir 20 ára aldur. Því fleiri sem sérsambönd og félög í mismunandi íþróttagreinum sinna vel, því stærri elda kveikja þau og líklegra er að fleiri öflugir nái í gegn. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
En veruleikinn er mögulega flóknari. Rannsóknir fræðimanna á borð við Amanda Johnson á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga sýna að mismunur innan sama aldursárs getur numið því sem samsvarar 2-6 árum, mest um 12-14 ára hjá strákum og 11-13 ára hjá stelpum. Og að áhrifin jafnist í raun ekki almennilega út fyrr en um 20-22 ára aldurinn. Árið 2019 var lokakeppni U-17 ára landsliða í knattspyrnu karla haldin á Írlandi. Dr. Laura Finnegan gerði þar rannsókn á hlutfallslegum aldursmuni (relative age effect) leikmanna sem höfðu spilað fyrir liðin í undankeppni mótsins. Hún komst meðal annars að því að Ísland hafði spilað flestum leikmönnum fæddum árið 2003, eða þrjá af fjórtán úr öllum liðunum. Allir aðrir leikmenn á mótinu, 330 talsins voru fæddir árið 2002. Hjálpar að fæðast fyrr á árinu Þar sem náttúrulegir hæfileikar dreifast jafnt á fólk, óháð stjörnumerkjum og fæðingadögum, hefði mátt búast við því að 25 prósent af leikmönnunum væru fæddir á hverjum ársfjórðungi. Raunin var hins vegar sú að 47 prósent allra leikmanna voru fæddir á fyrsta ársfjórðungi en aðeins 6 prósent á þeim síðasta. Þetta orsakast af því að stærri, sterkari og þroskaðri krakkar eru yfirleitt valdir umfram aðra í úrvalshópa í íþróttum og námi. Sigurvegarar mótsins frá Hollandi reyndust svo vera með hæsta hlutfallslegan aldursmun sem hafði þá verið mældur í knattspyrnu en 63 prósent leikmanna þeirra voru fæddir fyrstu þrjá mánuði ársins. Íslenska unglingalandsliðið er oft hreinlega að keppa ójafnan leik þar sem á þessum aldri getur verið 3,5–4 ára þroskamunur innan elsta ársins sem eykst gagnvart liði sem mætir til leiks með leikmenn af yngra ári. Hlutfallslegur aldursmunur er eitt augljósasta dæmið um hlutdrægni (bias) í kennslu, þjálfun og uppeldi og er nátengdur Mattheusar-áhrifunum sem var fjallað um í síðustu grein. Þau sem eru fædd á fyrri helmingi ársins eru líklegri til að vera valin í úrvalshópa og hljóta einstaklingsverðlaun í íþróttum og námi. Því fyrr á árinu því betra. Því fjölmennari og vinsælli sem íþróttirnar og skólarnir eru því líklegra er að áhrifin verði ýktari. Á Íslandi er yfirleitt miðað við fæðingarár í samanburðarhópum í skóla og íþróttum en í sumum löndum er miðað við skólaárið. Oft frá 1. ágúst. Þá færist bara hlutfallslegi aldursmunurinn til og þau sem eru fædd í apríl til júlí draga stutta stráið. Það er athyglisvert að það dregur úr hlutfallslegum aldursáhrifum eftir því sem ofar dregur í aldri. En þá er samt sem áður oft orðið of seint fyrir mörg þeirra sem heltust úr lestinni. Stórar íslenskar stjörnur fæddar seint á árinu Í A landsliðshópi karla sem fór á Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, þegar allir gáfu kost á sér sem mögulega gátu, voru 73,9 prósent leikmanna fæddir á fyrri helmingi ársins. Aðeins 13 prósent áttu afmæli á síðasta ársfjórðungi, þar af einn í nóvember og enginn í desember. Fræðafólk sem skoðar hlutfallslegan aldursmun hefur áhyggjur af því að einstaklingar fái ekki jöfn tækifæri og að samfélagið verði af hæfileikafólki. Nægir þar að benda á að þeir fjórir leikmenn A landsliðsins á HM sem áttu seinustu afmælisdagana voru Gylfi Sigurðsson, Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson sem voru allir lykilmenn. Af þeim spilaði einungis Gylfi fyrir U17 ára landsliðið. Jóhann Berg náði tveimur leikjum fyrir U19 ára liðið, fjórtán fyrir U21 og á 99 A landsleiki, Birkir Már spilaði fyrst þrjá U21 árs landsleiki en svo 103 A landsleiki og Kári á enga yngri landsleiki en 90 A landsleiki. Í öllu þessu liggur vandinn við að mæla börn og unglinga eins og þau væru litlir fullorðnir. Eins og Amanda Johnson segir eru vandamálin sem þau glíma við ekki eins. Börnin lifa við stöðugar og miklar breytingar á hæð, þyngd, þroska og þróun. Börn þurfa að þroskast á eigin hraða Þroski hvers barns er svo einstakur. Heilt yfir eru þau sem fæðast fyrr á árinu stærri og sterkari en það er ekki algilt og krakkar sem fæðast seint á árinu geta verið bráðþroska. Þetta þurfa þjálfarar, foreldrar og kennarar sem eru að bera saman börn á sama aldri að skilja. Til að mynda þegar frammistaða þeirra versnar allt í einu, orsakast það oft af því að þau eru að stækka og taka vaxtakippi. Börn þurfa að fá tækifæri til að þroskast á eigin hraða í stað stórudóma í ósanngjörnum mælingum við jafnaldra sína. Eins og þegar gefnar eru einkunnir í íþróttum fyrir frammistöðu í píp-testum eða þegar valið er inn í framhaldsskóla eftir einkunnum 15-16 ára unglinga. Til að komast í úrvalshóp unglinga hjá Frjálsíþróttasambandinu þarf til að mynda að ná lágmörkum í sinni grein. Það er svo sannarlega óhlutdræg aðferð við úrval en gefur aðallega í skyn hvar viðkomandi er staddur í dag. Áhugaverðar breytingar í Ástralíu Ástralska sundsambandið breytti sínum lágmarksskilyrðum fyrir þó nokkru og þar vilja menn meina að Stephen Cobley, gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í París, hafi haldist inni í úrvalshópum vegna þess en hefði verið valinn út í gamla kerfinu. Roger H. Barnsley sendi nýverið frá sér grein sem heitir 40 ár af hlutfallslegum aldursmun: Lífið er ósanngjarnt! Þar bar hann saman fyrstu rannsóknir sem voru gerðar á fyrirbærinu við nýjar rannsóknir og segir ekkert hafa breyst í barna og unglingaíþróttum þrátt fyrir aukna vitneskju og umfjöllum, sérstaklega eftir að Outliers, vinsæl bók Malcolm Gladwell kom út 2008. Að staðaldri eru 40 prósent ungmenna sem valin eru í unglingalandslið og úrvalshópa fædd á fyrsta ársfjórðungi og þau sem eru fædd í október til desember eru fjórum sinnum ólíklegri til að ná árangri en þau sem eru fædd í janúar til mars. Barnsley kallar þetta ósanngjarnt forskot og gagnrýnir einnig menntakerfið fyrir að sýna stöðugan hlutfallslegan aldursmun í þeim sem eru valin inn í úrvalsskóla og úrvalshópa. Sem er einmitt ástæðan fyrir því hvers vegna sérfræðingar í kennslu og kennslufræði eru með varan á gagnvart samræmdum prófum. Og auðvitað óar þeim við sem njóta ávaxtanna sem og foreldrum þeirra að viðurkenna að þau njóta ósanngjarns forskots. Börnin þeirra eru hæfileikarík, einstök og framúrskarandi. En ef þau flyttu til lands sem byrjaði að telja úr í ágúst myndi örugglega fljótt þyngjast á þeim brúnin. Hollendingar breyta til Hollendingar hafa greinilega ákveðið að gefa í því í undankeppni Evrópumóts 17 ára landsliða í mars á þessu ári voru 65 prósent leikmanna fæddir fyrstu þrjá mánuði ársins, 20 prósent á öðrum ársfjórðungi, 15 prósent á þriðja ársfjórðungi og enginn á síðasta ársfjórðungi. Nær ómögulegt er að komast í 17 ára landslið Hollands ef maður er fæddur í október, nóvember og desember, og einungis 8 prósent leikmanna í fyrsta A landsliðshópi þessa árs. Hollendingar þykja framúrskarandi í hæfileikamótun, en hafa alveg átt í erfiðleikum með litla Ísland í A landsliðum eins og fleiri stórar þjóðir í fleiri íþróttagreinum. Þar er enda verið að bera saman fullvaxta gripi en ekki kálfa við naut. Skylda að vinna gegn hlutfallslegum aldursmuni Barnsley segir í niðurlagi greinar sinnar að þjálfurum og kennurum beri skylda til að vinna gegn hlutfallslegum aldursmuni. Annað væri beinlínis rangt. Áhrifin eru víðtæk og móta sjálfsmynd, persónuleika og andlega líðan þeirra sem eru fædd seint á árinu á neikvæðari hátt. Ungmenni sem fædd eru snemma á árinu eru svo oftar hafin upp til skýjanna sem leiðtogar. Og til eru rannsóknir benda til þess að sjálfsvígshugsanir sé algengari hjá þeim sem fæðast seinna á árinu. Lausnirnar á þessum vanda eru flóknari í framkvæmd heldur en einfaldlega að mæla og velja úr öll börn með sama tommustokk. Það er í góðu lagi að mæla hæfni og getu en það væri betra ef niðurstöðurnar yrðu notaðar til þess að leiðbeina einstaklingum um hvar þau eru staddir. Hvernig þeir geta unnið markvisst í því að bæta sig í stað þess að einfaldlega bera saman við aðra og velja úr. Hvað áherslur í umhverfinu varðar hefur sænski íþróttasálfræðingurinn Johan Fallby orðað það þannig að íþróttafélög og samfélög ættu að hjálpa sem flestum mögulegum. Eins lengi og mögulegt er, við bestu aðstæður og mögulegt er til að vaxa og ná árangri. Í knattspyrnu og körfubolta hafa metnaðarfull félagslið á Íslandi til að mynda mælt eigin árangur meðal annars í því að vera með fleiri en eitt lið í sterkustu keppninni í hverjum aldursflokki og það er mjög dýrmætt að íslenskum félögum haldi úti starfi fyrir unglinga fram undir 20 ára aldur. Því fleiri sem sérsambönd og félög í mismunandi íþróttagreinum sinna vel, því stærri elda kveikja þau og líklegra er að fleiri öflugir nái í gegn. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33