Laugardalsvöllur tekur lit Valur Páll Eiríksson skrifar 29. apríl 2025 10:31 Líkt og sjá má er tekið að grænka í Laugardalnum, en völlurinn hefur verið moldarflag síðustu mánuði. Vísir/Anton Brink Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira